*

Ferðalög & útivist 27. janúar 2014

Gervihótelsvítur í reynslu mánuðum saman

Hótelsvítur eru gjarnan prófaðar í heilt ár áður en gestum er boðið að gista í þeim.

Áður en lúxushótel opna eru eftirlíkingar af helstu svítunum gjarnan búnar að vera í reynslu mánuðum saman hinum megin á hnettinum.

Svo var til dæmis raunin með svítuna á The Peninsula Paris hótelinu. Þar var herbergi 309 byggt í Hong Kong í nákvæmri eftirlíkingu af svítunni á Peninsula Paris.

Í herberginu var sama lofthæð og í svítunni í París, nákvæmlega eins húsgögn og efniviður í innréttingunum. Eina sem var ekki ekta var útsýnið (og auðvitað staðsetningin) svo í staðinn fyrir útsýni yfir Avenue Kléber voru myndir settar í gluggana.

Tilgangurinn með eftirlíkingunum er að leyfa „gestum“ að gista í herbergjunum og fylla síðan út spurningalista þar sem þeir eru spurðir út í öll möguleg smáatriði. Eru kranarnir á baðherbergisvaskinum nógu skemmtilegir? Rak sig einhver í náttborðið á leið á klóið um miðja nótt? Er arinninn í viðeigandi stærð? 

Það er sennilega ekki mest þreytandi starf í heimi að gista í svítu fylla út spurningalista. CNN fjallar um þetta lúxusvandamál á vefsíðu sinni hér.

Stikkorð: Stuð  • Gaman  • Fjör  • Lúxushótel  • Peninsula Paris