*

Hitt og þetta 8. júlí 2005

Gífurleg fjölgun árása á skyndiskilaboð

Samkvæmt könnun sem birt var í gær beina tölvuþrjótar í vaxandi mæli spjótum sínum að skyndiskilaboðum eða IM-samskiptum. Tíðni árása á Instant Messaging með veirum, ormum og vefsíðublekkingum (phishing) hefur aukist gífurlega á síðustu misserum. Könnun IMlogic sýnir að á öllu síðasta ári voru slíkar árásir aðeins 20 talsins en 571 á 2. ársfjórðungi þessa árs. Bæði tölvunotendur í fyrirtækjum og á heimilum standa frammi fyrir þessari nýju ógn, segir í skýrslunni.

Um 30% árása er beint gegn einstaklingum og 70% gegn fyrirtækjum.

Byggt á frétt á heimasíðu Tæknivals.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is