*

Matur og vín 14. júní 2013

Girnilegustu réttir í heimi

Ef þú ert í megrun og lifir á hafragraut og sítrónusafa þá er hér listi af réttum sem þú ert að missa af.

Félagarnir á Buzzfeed.com hafa tekið saman sex girnilegustu rétti í heimi. Við vörum megrunarglaða lesendur við myndasafninu hér að ofan og textanum hér að neðan. Fyrir ykkur hin eru hér komnar nokkrar góðar tillögur að áti fyrir helgina. Verði ykkur að góðu. 

Nautasteik: Í El Capricho í Jimenez de Jamuz á Spáni er víst hægt að fá bestu nautasteik í heimi. Hún er látin hanga í 90 daga og síðan er hún steikt og grófu salti stráð yfir dýrðina.

Cronut: Bakaríið Dominique Ansel Bakery í New York borg býður upp á Cronuts, sem er blanda af croissant og kleinuhring. Stundum eru þeir fylltir með vanillukremi. 

Humarsamloka: Luke’s Lobster er keðja sem er um alla New York og Washington D.C. Á þessum stað fást víst bestu humarsamlokur (Lobster Roll) í heimi. 

Gúrmeréttir: Á Eleven Madison Park er dýrt að borða en hver vill ekki smakka rétt sem heitir „agúrkusnjór"?

Pizza: Það þarf bara að kíkja á myndina af pizzunni frá Frank Pepe Pizzeria í New Haven í Connecticut til að trúa því að hún slái út pizzur á Ítalíu eða í New York.

Taco: Taco skeljarnar á Torchy’s í Austin, Texas eru sagðar þær bestu í heimi. Hráefnið er ferskt og samsetningar eins og gulrætur, lime og ferskar kryddjurtir slá öll met.