*

Ferðalög & útivist 22. maí 2013

Gistu eins og konungur á Indlandi

Fyrir allt áhugafólk um konungshallir og lúxuslifnað þá er ekki vitlaus hugmynd að heimsækja Indland og þá borgina Jodhpur.

Konungshöllinni Umaid Bhavan í borginni Jodhpur hefur verið breytt í lúxushótel. Í höllinni eru 347 herbergi. Höllin er heimili Maharajan í Jodhpur og er stærsta einkaheimili í heimi.  

Árið 1972 var lögum í Indlandi breytt og því hætti Maharaja að fá vasapening frá ríkinu til að halda lúxushöllinni gangandi. Hann greip því til sinna ráða og breytti einum þriðja af höllinni í lúxushótel. Og útkoman er stórkostleg ef marka má myndir. Í hluta byggingarinnar sem breytt hefur verið í hótel eru 64 lúxussvítur sem eru reknar af hótelrisanum Taj Group.

Að gista á hótelinu er eins og að fara aftur í tímann nema þú getur kveikt á loftkælingunni, að sögn Raymond Bickson, forstjóra Taj Group.

Og það er ekki bara í borginni Jodhpur sem konungshöllum hefur verið breytt í lúxushótel en víða um landið má finna slíkar gistingar. Almenn ánægja ríkir með þessa þróun því höllunum er vel viðhaldið sem lúxushótelum og ferðamönnum gefst um leið tækifæri á að kynnast indverskri sögu og menningu. Þó benda sumir á að betra væri að breyta höllunum í barnaheimili en fátækt er gríðarleg á Indlandi. Sjá nánar hér

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Stikkorð: Indland  • lúxushótel  • Konungshallir