*

Bílar 16. október 2018

Gjörbreyttur Suzuki Jimny

Nýja kynslóð Jimny er gjör­breytt­ frá for­vera sín­um, með nýja 1,5 lítra vél og býr yfir miklu togi á breiðu snún­ings­sviði sem skil­ar sér í mik­illi af­kasta­getu í akstri í veg­leys­um.

Nýr og gjörbreyttur Suzuki Jimny var frumsýndur á dögunum hjá Suzuki Bílum í Skeifunni. Um er að ræða full­trúa fjórðu kyn­slóðar­inn­ar af Jimny. 

Nýja kynslóð Jimny er gjör­breytt­ frá for­vera sín­um, með nýja 1,5 lítra vél og býr yfir miklu togi á breiðu snún­ings­sviði sem skil­ar sér í mik­illi af­kasta­getu í akstri í veg­leys­um. Grind­in er sterk­byggð, vegghæðin ríf­leg og heil­ar hás­ing­ar með gorma­fjöðrun. Er hann með drif á öll­um fjór­um hjól­um bæði með háu og lágu drifi.

Jimny er duglegur að laga sig að öll­um aðstæðum þegar á þarf að halda. Þegar færið er þungt er gott að geta skipt í lága drifið, 4L, sem há­mark­ar snún­ings­vægið og drifget­una. Á slétt­um tor­færu­slóðum og snjóþökt­um veg­um er skipt yfir í 4H þar sem kost­ir fjór­hjóla­drifs­ins nýt­ast í hraðari akstri. Þegar leiðin ligg­ur aft­ur um bundið slitlag er skipt yfir í 2H (aft­ur­hjóla­drif) sem býður upp á þýðari, hljóðlát­ari og spar­neytn­ari akst­ur. 

Stjórn­un á hljóm­kerfi og leiðsögu­kerfi fer fram á 7 tommu inn­rauðum snerti­skjá sem er áberandi í innanrými bílsins. Snjallsíma­teng­ing­ar virka með Bluetooth, Apple CarPlay, Android Auto og Mirrorlink.

Stikkorð: Suzuki  • Jimny