*

Bílar 5. febrúar 2021

Glænýr Peugeot 3008 frumsýndur

Nýr Peugeot 3008 verður frumsýndur hér á landi á laugardag. Bíllinn verður í boði í bensín-, dísil- og tengiltvinn rafútfærslu.

Róbert Róbertsson

Það er mikið í gangi hjá franska bílaframleiðandanum Peugeot um þessar mundir. Nýr Peugeot 3008 er mættur á svæðið og verður frumsýndur hér á landi á morgun laugardag. Bíllinn verður í boði í bensín-, dísil- og tengiltvinn rafútfærslu. 

Peugeot 3008 er með nýjum, kröftugum framenda þar sem nýtt grill, LED framljós með háuljósaaðstoð og LED afturljós leika aðalhlutverk. Bíllinn er með góða veghæð og háa sætisstöðu svo það er þægilegt að ganga um hann. Bíllinn er frekar hár undir lægsta punkt eða 22 cm sem er með því hæsta sem þekkist í flokki tengiltvinn rafbíla.  Bíllinn er með nýjustu kynslóð af i-Cockpit® innréttingu sem hefur verið uppfærð

Peugeot 3008 er fáanlegur í bensín, dísil- eða í tengiltvinn rafbíla útfærslu. Bensín- og dísilvélarnar eru með nýjustu kynslóðum PureTech bensín- og Blue Hdi dísilvéla. Peugeot 3008 tengiltvinn rafbíll er með fjarstýrðri forhitun. Peugeot 3008 er með nýrri 8 þrepa sjálfskiptingu sem sparar allt að 7% af eldsneyti miðað við eldri 6 þrepa sjálfskiptingar. Bíllinn er fáanlegur fram- og fjórhjóladrifinn. Framdrifinn Peugeot 3008 PHEV skilar samanlagt 225 hestöflum og fjórhjóladrifinn Peugeot 3008 PHEV skilar 300 hestöflum.

Stærð drifrafhlöðunnar í framdrifnum Peugeot 3008 PHEV er 12 kWh og 13,2 kWh í fjórhjóladrifnum 3008 PHEV. Drægni hennar skv. WLTP mælingu er allt að 59 km. Peugeot 3008 PHEV er fáanlegur með 7,4 kW innbyggðri hleðslustýringu og því er hægt að hlaða Peugeot 3008 heima eða í vinnu á innan við 2 tímum með 7,4 kW hleðslustöð.

Ríkulegur staðalbúnaður einkennir nýjan Peugeot 3008. GPS vegaleiðsögn, bakkmyndavél með 180° víddarsýn, nýr 10" margmiðlunarskjár, Mirror Screen speglun, ásamt nýjustu öryggistækni, til að mynda sjálfvirk neyðarhemlun. Peugeot 3008 er nú fáanlegur með nýrri næturmyndavél sem skynjar vegfarendur eða dýr í allt að 200 m fyrir framan ökutækið. 

Peugeot 3008 kostar frá 5.190.000 kr. og er fáanlegur í tveimur útfærslum; Allure og GT. Peugeot 3008 tengiltvinn rafbíll kostar frá 6.090.000 kr. og er fáanlegur fram- og fjórhjóladrifinn í tveimur  búnaðarútfærslum; Allure og GT.

Nýr Peugeot 3008 verður frumsýndur á morgun laugardag að Bíldshöfða 8 í Reykjavík og Tryggvabraut 5 á Akureyri frá kl. 12-16.