*

Bílar 4. ágúst 2020

Glænýr rafbíll frá Peugeot

Langbakurinn Peugeot e-2008 er hreinn rafbíll með fjarstýrðum forhitara sem verður frumsýndur í Brimborg næstu helgi.

Róbert Róbertsson

Það styttist í komu hins nýja Peugeot e-2008 en bíllinn verður frumsýndur hér á landi um næstu helgi.

Peugeot e-2008 er glænýr langbakur úr smiðju franska bílaframleiðandans og hreinn rafbíll með drægni allt að 320 km á rafmagninu samkvæmt upplýsingum frá framleiðanda. Rafhlaðan skilar 136 hestöflum og varmadæla eykur orkunýtingu og drægni. Bíllinn nær 80% drægni á aðeins 30 mínútum í 100 kW hraðhleðslustöð að sögn framleiðandans.

Bíllinn er með fjarstýraðnum forhitara sem tryggir heitan bíl þótt kalt sé í veðri og því sérlega gott fyrir íslenskar aðstæður lengst af ársins. Hægt er að tímasetja forhitarann og stöðva og virkja hleðsluna meí MyPeugeot appinu. Bíllinn er með góðri veghæð og hárri sætisstöðu.

Brimborg mun frumsýna Peugeot e-2008 nk. laugardag 8. ágúst klukkan 12-16 og tekið er fram að tveggja metra reglan verði virt í sýningarsalnum og takmörkuðum fjölda gesta hleypt inn í einu.

Stikkorð: Peugeot  • rafbíll  • langbakur  • forhitari