*

Veiði 5. júlí 2013

Glæsileg veiðihús

Sífellt meiri íburður er lagður í veiðihús í dag en áður og réttara væri að tala um veiðihótel.

Meira er lagt upp úr þægindum og glæsileika í veiðihúsum í dag.Tveir deila venjulega herbergi með sér baðherbergi. Gufa og heitur pottur er nánast staðalbúnaður. Eftir morgunmat ber þjónustufólk fram þriggja rétta hádegismat sem er eldaður af matreiðslumanni venjulega klukkan 13.30.

Um klukkan 23 er þriggja rétta kvöldverður borinn fram. Misjafnt fyrirkomulag er á millimáli. Veiðitíminn er frá klukkan 7 til 13 og 16 til 22. Þegar byggð eru ný veiðihús eru dæmi um það að þeir sem hafa mætt á sama veiðisvæði í mörg ár kjósa að dvelja í gamla „kofanum“. Þetta eru oft efnaðir útlendingar sem kunna vel að meta fábrotnu húsin þar sem þeir og fjölskyldur þeirra elda jafnvel sjálf.

Nánar er fjallað um helstu laxveiðiár á Íslandi, hvaða hefðarmenni venja komur sínar hingað í laxveiði og hvað þetta allt saman kostar, í fylgiriti Viðskiptablaðsins, Eftir vinnu, sem kom út í fyrsta skipti í gær. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér.

Stikkorð: Veiði  • Laxveiði  • Veiðihús