*

Bílar 31. júlí 2012

Glæsilegur Lexus LS

Japanski bílaframleiðandinn hefur endurbættt flaggskipið LS.

Lexus frumsýndi í nótt í  San Francisco endurbættan LS, sem er flaggskipið frá lúxusbílaframleiðandanum. 

Bíllinn hefur fengið nýtt andlit en miklar breytingar hafa verið gerðar á framendan bílsins og er hann mun sportlegri á eftir. Akstureiginleikum bílsins hefur verið breytt með það að markmiði að auka þægindi. Fjórhjóladrif er í boði í öllum útgáfum.

Í fyrsta sinn er boðið upp á sportútgáfu af LS, 460 F Sport. Innréttingin er mun sportlegri en í hefðbundnum LS. Bíllinn er lægri , fjöðrunin stífari og felgurnar stærri.

Forsetabíllinn LS 600

Eins sjá má hefur framendinn breyst mikið.

Vel fer um ökumann í LS 600L.

Lexus hefur ekki enn birt myndir af aftursætinu. Hér er þó hægt að sjá hversu vel fer um farþega bílsins.

Hér er forsetabíllinn til samanburðar. Framendinn er gjörbreyttur.

 

Sportbíllinn LS 460 F

Nýr sportlegur LS frumsýndur í Kaliforníu í nótt.

Bílnum er án efa ætlað að keppa við AMG frá Benz, M frá BMW og S útgáfunni frá Audi.

Stikkorð: Lexus  • Lexus LS