*

Bílar 25. október 2015

GLC mætir til leiks

Mercedes-Benz hefur á undanförnum misserum sett á markað marga nýja og flotta bíla.

Róbert Róbertsson

Mercedes Benz GLC sportjeppinn er nýjasti bíllinn úr smiðju þýska lúxusbílaframleiðandans. GLC mun leysa af hólmi GLK sportjeppann sem var nokkuð vinsæll hér á landi sem víða annars staðar þótt ekki hafi allir verið sáttir við kassalaga útlit þess ágæta bíls. En munurinn á þessum tveimur bílum er mjög mikill og þeir eiga lítið annað sameiginlegt en þríhyrndu stjörnuna á húddinu. Fagurlega hannaður og gott rými

Fagurlega hannaður og gott rými

Hinn nýi GLC tekur forveranum mikið fram hvað varðar hönnun, tækni og aksturseiginleika. GLC er fallega hannaður og með mun straumlínulagaðri og sportlegri línur en GLK. Framendinn er svipsterkur með áberandi framljósum og afturhlutinn hallar aftur og ber svolítinn keim af coupe lagi. Innanrýmið er fallegt og vandað og þar fara saman aukið rými, meiri þægindi og nýjasta tækni.

Að innan líkist GLC talsvert stóra bróður sínum, hinum nýja GLE jeppa, sem ekki er enn kominn til Íslands og er ekki leiðum að líkjast. Þessi nýja lína í innanrýminu hjá þýska lúxusbílaframleiðandanum hefur heppnast afar vel og kom raunar fyrst fram á sjónarsviðið í flagskipinu flotta S-Class og síðan í C-Class.

Gott tog og skemmtileg sjálfskipting

Reynsluakstursbíllinn var með 2,1 lítra dísilvél sem skilar 170 hestöflum. Vélin stendur ágætlega fyrir sínu og togar alls 400 Nm sem er prýðilegt tog. Eyðslan samkvæmt tölum frá framleið­ anda er frá 5 lítrum á hundraðið í blönduðum akstri. MercedesBenz segir að eldsneytiseyðslan lækki að meðaltali um 19% miðað við fyrri gerð. Eyðslan er þó alltaf aðeins meiri í raunveruleikanum og sérstaklega í svona reynsluakstri þegar mikið er reynt á bílinn og vélina.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.

Stikkorð: Mercedes Benz  • GLC