*

Tíska og hönnun 11. júní 2019

Gleðin ríkjandi við opnun rýmis A4

A4 opnaði í liðinni viku nýjan sýningarsal fyrir húsgögn í húsnæði sínu í Skeifunni 17.

A4 opnaði í liðinni viku nýjan sýningarsal fyrir húsgögn í húsnæði sínu í Skeifunni 17. Markaðs- og þróunarstjóri Egilssonar, en Egilsson á og rekur A4, segist alsæl með breytingarnar. 

„Við erum með fjölbreytt úrval af vinnuvistfræðilegum og sveigjanlegum lausnum sem henta þörfum hvers og eins og veitum ráðgjöf við heildarlausnir að innra skipulagi,“ segir Sigrún Ásta Einarsdóttir, markaðs- og þróunarstjóri Egilsson. 

Gunnar Sigurðsson og Karítas Möller, frá Tvíhorfi arkitektum, hönnuðu nýja rýmið og kynnti sá fyrrnefndi afraksturinn við opnunina. 

Þórarinn Sveinsson, stjórnarmaður Egilsson, Egill Þór Sigurðsson, forstjóri, og Jóhann Ingi Kristjánnson, formaður stjórnar, voru sáttir með afkomuna.

Gunnar Sigurðsson hannaði nýja salinn en með honum á myndinni er Valgerður Vigfúsdóttir, sölustjóri húsgagna. 

Andes Nilsson, frá EFG, og Anna Naudins, frá Four Design, litu við.

Magnús Eggertsson og Sólveit Þorsteinsdóttir.