*

Hitt og þetta 1. nóvember 2019

GLS ráðstefnan hafin í Háskólabíó

Alþjóðlega GLS leiðtogaráðstefnan verður haldin í dag og á morgun hér á landi í 10. sinn.

GLS Leiðtogaráðstefnan, alþjóðleg leiðtogaráðstefna fyrir atvinnulífið, stofnanir og félagasamtök hófst í morgun kl. 8:15 með skráningu, en byrjað verður að sýna frá fyrsta fyrirlestrinum klukkan 9:00, en inn á milli alþjóðlegu fyrirlesurunum munu íslenskir örfyrirlestrar verða haldnir á staðnum.

Ráðstefnan hefur verið haldin hér á landi frá árinu 2009, en árið áður hafði Byll Hybels stofnandi ráðstefnunnar komið hingað til að heimsækja áhugahóp um að halda slíka ráðstefnu hér. Ráðstefnan var fyrst í Neskirkju, en síðan 2015 hefur hún verið í Háskólabíó.

Hér er dagskrá ráðstefnunnar sem er öllum opin en hægt er að kaupa miða á vef ráðstefnunnar:

FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER

 • 08:15 Skráning og afhending ráðstefnugagna
 • 09:00 Craig Groeschel – SNÚÐU DÆMINU VIÐ
  Rithöfundur, fyrirlesari, meðstofnandi og leiðtogi  Life Church kirkjunnar
 • 10:05 Örfyrirlestur: Dögg Harðardóttir
 • 10:30 Hlé
 • 11:00 Todd Henry – AÐ SMALA TÍGRUM
  Stofnandi Accidental Creative, rithöfundur og leiðtogaráðgjafi
 • 11:45 Örfyrirlestur: Anna Steinsen,
 • Liz Bohannon – BYRJENDAHAPP
  Meðstofnandi & aðstoðarframkvæmdastjóri Sseko Designs
 • 12:30 Hádegishlé
 • 13:30 Jason Dorsey – KYNSLÓÐAMUNURINN
  Forstjóri The Center for Generational Kinetics og sérfræðingur um kynslóðamum
  Patrick Lencioni – HVAÐ KNÝR ÞIG ÁFRAM, Metsöluhöfundur, stofnandi og forstjóri The Table Group
 • 15:00 Hlé
 • 15:30 Örfyrirlestur: Dr. Helgi Þór Ingason 
 • 15:55 DeVon Franklin – SÉRSTAÐA ÞÍN – ÞITT HLUTSKIPTI
  Framleiðandi, rithöfundur, fyrirlesari, Forstjóri Franklin Entertainment
 • 16:30 Lok dagskrár

LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER

 • 09:00 Jo Saxton – LEIÐTOGI Á HÆRRA PLANI
  Rithöfundur, leiðtogaþjálfi, frumkvöðull
 • 09:40 Örfyrirlestur: Theodór Francis Birgisson
  Krish Kandiah – VIP FORYSTA
  Stofnandi Home for Good, ráðgjafi, frumkvöðull í félagsmálum
 • 10:30 Hlé
 • 11:00 Chris Voss – VIÐTAL VIÐ PAULA FARIS
  Fyrrum samningamaður FBI í gíslatökum, framkvæmdastjóri & stofnandi The Black Swan Group
  Raja B. Singh – RÁÐ GEGN SPILLINGU
  Löggiltur endurskoðandi, meðeigandi R. K. Khanna & Associates, prófessor
 • 12:30 Hádegishlé
 • 13:30 Jia Jiang – HÖFNUNARÞOL
  Metsöluhöfundur, bloggari og frumkvöðull
 • 14:25 Örfyrirlestur: Nökkvi Fjalar Orrason
  Danielle Strickland – UMSKIPTINGABREYTINGAR
  Prestur, rithöfundur, réttindabaráttukona
 • 15:00 Hlé
 • 15:30 Örfyrirlestur: Hulda Dögg Proppé 
 • 15:55 Bear Grylls – SÁLARFÓÐUR
  Ævintýramaður, rithöfundur, þáttastjórnandi
 • 16:30 Lok dagskrár