*

Bílar 18. desember 2013

GM dregur sig út af Evrópumarkaði

General Motors ætlar að reisa Opel-merkið aftur til vegs og virðingar.

General Motors (GM) ætlar að hætta að bjóða Chevrolet í Evrópu frá og með árslokum 2015 en leggja því meiri áherslu á Opel-merkið og reisa það til fyrri vegsemda. Chevrolet verður þó áfram til sölu í Rússlandi þar sem merkið er í fimmta sæti yfir söluhæstu bílana.

Sala Chevrolet-bíla hefur lítið náð sér á strik í Evrópu frá því að GM hóf að bjóða þetta merki aftur í álfunni árið 2005. Aðeins um 200.000 eintök hafa selst á ári, en Chevrolet hefur lagt áherslu á smábílasölu í Evrópu, svo sem Aveo og Spark. Fyrirtækið brást við miklum samdrætti í álfunni með því að lækka verð og bjóða stærri og burðugri bíla, en með því lenti það í beinni og harðri samkeppni við dótturfyrirtæki sitt, Opel.

Stikkorð: Chevrolet  • Opel