*

Veiði 22. maí 2013

Góðæri undanfarin ár

Sigurður Már Einarsson hjá Veiðimálastofnun segir að varlega verði að fara í allar spár um veiðina í sumar.

Guðni Rúnar Gíslason

„Við förum varlega í allar spár en vonandi skánar þetta,“ segir Sigurður Már Einarsson, fiskifræðingur hjá Veiðimálastofnunun. Hann segir stóru spurninguna um veiðina í sumar vera þá hvað sjórinn geri því fínir árgangar hafi farið út árið 2012.

„Við vonum það besta en þetta er náttúrulega ekki gott fyrir viðskiptin að lenda í þessari dýfu. En það er auðvitað búið að vera gríðarlegt góðæri undanfarin ár. Það eru ekki alltaf jólin í þessum bransa.“

Fram kom í síðasta tölublaði Viðskiptablaðsins að mikil dýfa var í laxveiði síðasta sumar. Víða um land var veiðin 40-50% verri en árið 2011. Sigurður Már segir mikilvægt að fara varlega í allar spár þar sem slök laxveiði í fyrrasumar þurfi ekki endilega að hafa mikið spágildi fyrir það hvernig næsta sumar mun þróast. „Það verða kannski ekki stökkbreytingar en vonandi færist þetta upp á við,“ segir hann.

Nánar er fjallar um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið í heild hér að ofan undir liðnum tölublöð.

Stikkorð: Stangveiði