*

Bílar 13. september 2021

Goðsögn fær rafmagn

Rafmagnaða útgáfan af EQG heldur samt í gömglu hefðirnar og kassalaga útlitið sem G-Class er þekktur fyrir.

Róbert Róbertsson

Hinn goðsagnakenndi Mercedes-Benz G-Class er nú kominn með rafmagn. Concept EQG hugmyndabíllinn var frumsýndur á IAA bílasýningunni í München sem nú stendur yfir.

Þessi rafmagnaða útgáfa af EQG heldur samt vel í gömglu hefðirnar og kassalaga útlitið sem G-Class er þekktur fyrir síðan þessi stóri og mikli jeppi kom á markað fyrst árið 1979. Jeppinn er þekktur sem Geländewagen og er einn merkilegasti bíll sem Mercedes-Benz hefur framleitt. Orðið er þýskt og merkir einfaldlega jeppi.

Rafmagsnútgáfan hugmyndabílsins EQG er með fjóra rafmótora sem eru staðsettir nálægt hverju hjóli til að leyfa átaksstýringu á hverju og einu. Með því á jeppinn að skila einstökum aksturseiginleikum jafnt á vegum sem og vegleysum eins og Mercedes-Benz orðar það. Geländewagen er auðvitað frægur fyrir eisntkaa torfærueiginleika.

Engin rafhlöðustærð eða tölur um drægni á rafmagninu hafa verið gefnar upp ennþá en spennandi verður að fylgjast með þegar EQG kemst á framleiðslustig. Það er alla vega nóg að gera á EQ deild þýskla lúxusbílaframleiðandans því fjölmargir rafbílar frá Mercedes-Benz líta nú dagsins ljós. Má þar nefna EQC, EQA, EQE, EQB og EGV og fleiri eru á leiðinni.