*

Bílar 27. ágúst 2016

Góður fagurkeri

Bíllinn Renault Talisman er talinn góður fagurkeri.

Talisman er stór og rúmgóður fólksbíll með mikið pláss bæði fyrir fólk og farangur. Hann mun einungis fást hér á landi í Grandtour útfærslu sem er langbakur með mikið farangursrými.Renault hefur oft fengið lof fyrir flotta hönnun og þetta er því enn ein rósin í hnappagatið hjá hönnuðum þar á bæ. Hönnunin er heilt yfir mjög vel heppnuð bæði að utan og innan. Talisman er svipsterkur bíll með sterkar en fágaðar línur. Hann hefur svolítið sportlegt útlit fyrir langbak.

Auk titilsins fallegasti bíll Evrópu fékk Renault fékk einnig aðra viðurkenningu fyrir stílfærslu yfirbyggingarinnar á Talisman. Yfirhönnuður Renault, Laurens van den Acker, var útnefndur sigurvegari í keppninni um hönnunartitilinn sem veittur er einnig á hátíðinni í París. Það voru engir aukvisar sem til álita komu en í úrslitum stóð valið umfallegasta bíl ársins milli Jaguar F-Pace, Mazda CX-3, Mercedes C-Class Coupe, Mercedes GLC, Mini Clubman auk Renault Talisman sem tryggði sér sigurinn eins og áður sagði.

Stillanleg stemingslýsing og nudd

Innanrýmið í bílnum er mjög laglegt. Mælaborðið skiptir um útlit eftir því hvort er ekið í Comfort, Sport eða Eco aksturs stillingum.Þá er hraðamælir í framrúðunni sem og hámarkshraði á hverjum stað en þetta er búnaður sem yfirleitt er boðið upp á í dýrari lúxusbílum. Stór 8,7“ snertiskjárinn er áberandií innanrýminu en hann er lóðréttur sem er svolítið sérstakt en flott. Hann virkar eins og spjaldtölva og gefur mikið af upplýsingum og þarna er hægt að stjórna fjölmörgu í bílnum eins og m.a. inniljósum en hægt er að skipta um lit eins og maður vill. Þessi stemningslýsing sem er mjög flott og skemmtilegur valkostur er hluti af Multi Sense akstursstillingakerfi bílsins.Þetta kerfi býður einnig nudd í framsætunum. Þá er bakkmyndavél og aðstoðarkerfi við að leggja í stæði í Dynamic-útgáfunni sem hvort tveggja kemur upp á skjánum.

Talisman er eingöngu boðinn í dísil útfærslu og eldsneytisnýting er með því lægsta sem í boði er í þessum stærðarflokki eða frá 3,7 lítrum á hundraðið miðað við beinskiptan bíl með 110 hestafla dísilvélinni. Bíllinn kemur í misaflmiklum vélarútfærslum sem skila 110-160 hestöflum. Í ódýrustu útfærslu er eyðslan aðeins frá 3,7 lítrum á hundraðið og CO2 útblásturinn 98 g/km. Reynsluakstursbíllinn varí Dynamic EDC útfærslu sem er sú best búna og dýrasta sem í boði er á Talisman Grandtour. Þannig kemur hann með 1,6 lítra, 160 hestafla dísilvélinni. Þessi bíll eyðir frá 4,5 lítrum á hundraðið samkvæmt upplýsingum frá framleiðanda þótt eyðslan sé alltaf meiri í raun en talsvert fer eftir aksturslagi hvers ökumanns fyrir sig. CO2 útblásturinner 120 g/km.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.

Stikkorð: bílar  • Talisman