*

Bílar 27. október 2015

Góður til útivistar

Smábíll með innbyggðu svefnplássi og uppblásnu tjaldi.

Nýr Citroën Cactus með bókstafinn M enn á hugmyndastigi en hann verður með 1,2 lítra bensínvél með túrbínu sem skilar 109 hestöflum.

Bíllinn, sem er blæjubíll, var kynntur til leiks á bílasýningunni í Frankfurt nýverið. Þessi bíll er markaðssettur á þá leið að hann sé sérlega þægilegur til útivistar. Með því að fella aftursæti bílsins niður verður til svefnpláss fyrir tvo og aftur úr bílnum sprettur svo uppblásið tjald til að sofa í.

Á bílnum er Alloy Bump hlífðarklæðning sem er byggð á sömu hugmyndafræði og Airbump hlífðarklæðinginn á hinum vinsæla C4 Cactus sem kom á markað í fyrra og hefur gert það gott. Franski bílaframleiðandinn bindur talsverðar vonir við að M bíllinn geti fetað í fótspor hins vinsæla C4 sem vakið hefur mikla athygli fyrir nýstárlegt útlit. 

Stikkorð: Citroën