*

Bílar 27. janúar 2015

Golf bíll árins í Detroit

Bílasýningin í Detroit er sú stærsta sem haldin hefur verið vestanhafs í mörg ár.

Róbert Róbertsson

Volkswagen Golf var valinn bíll árs­ins í Norður-Am­er­íku á bíla­sýn­ing­unni í Detroit sem nú er nýlokið. Sýn­ing­in í Detroit er fyrsta stóra bíla­sýn­ing árs­ins og sú stærsta í Banda­ríkj­un­um.

Sér­stök dóm­nefnd sem skipuð var 57 blaðamönn­um valdi bíl árs­ins, meðal ann­ars á grund­velli hönn­un­ar, ör­ygg­is og af­kasta­getu. Golf átti í harðri baráttu við bíla eins og Ford Mu­stang og Hyundai Genes­is en hafði betur að lokum. Þetta er rós í hnappagat hins vinsæla þýska bíls að vera valinn enda þykir það mikill heiður.

Sýningin nú var raunar sú stærsta sem haldin hefur verið vestanhafs í mörg ár og þótti sérlega vel heppnuð. Sýn­ing­in í Detroit er fornfræg en hún hef­ur verið hald­in óslitið síðan 1907. Árið 1987 var sú ákvörðun tek­in að gera hana alþjóðlega og er hún nú tal­in vera fjórða stærsta sýn­ing­in í heim­in­um á eft­ir Evr­ópu­sýn­ing­un­um í Frankfurt, Par­ís og Genf.

Stikkorð: Detroit  • Volkswagen Golf