*

Hitt og þetta 19. apríl 2006

Golfferðir til Manchester

Icelandair hóf áætlunarflug til Manchester 7. apríl síðastliðinn og gefur það íslenskum kylfingum enn fleiri tækifæri á golfferðum til Englands. Hafa GB-Ferðir þegar boðið upp á golfferðir enda hentar flugtíminn fullkomlega fyrir golfpakka. Síðdegisvél til Manchester á föstudegi kl. 17 og kvöldvél kl. 22 frá Manchester á mánudagskvöldi. Hægt er að spila golf laugardag, sunnudag og mánudag. 

GB-Ferðir bjóða Marriott Worsley Park hótelið (20 mín. frá flugvelli) sem er vinsælasta golfhótelið í Manchester. Hótelið býður upp á mikil þægindi, m.a. þrjá veitingastaði, tvo bari, heilsulind með öllu tilheyrandi, þráðlaust internet, 18 holu golfvöll og gott æfingasvæði.