*

Tíska og hönnun 3. mars 2014

Gömul höll Costantino Berra í Sviss

Þegar myndlistamaðurinn Costantino Berra sneri til baka frá Rússlandi lét hann byggja höll sem nú er til sölu.

Í Lugano í Sviss, rétt við landamæri Ítalíu er sögufræg höll til sölu.

Það var myndalistamaðurinn Costantino Berra, frændi arkitektsins Camuzzi, sem lét byggja höllina þegar hann sneri til baka frá Rússlandi árið 1850.

Höllin er klassískt meistarastykki 19. aldar arkitektúrs á þessu svæði sem er syðsti hluti Sviss, alveg upp við landamæri Ítalíu. Þegar innanhússhönnunin er skoðuð nánar má einnig greina áhrif frá Rússlandi sem gera höllina afar sérstaka og fallega. 

Höllin er 560 fermetrar og kostar rúmlega 1,2 milljarð króna. Nánari upplýsingar má finna hér.