*

Hitt og þetta 17. júlí 2013

Gömul leikföng verðmæt

Nú gætu þeir sem eru nýbúnir að henda úr geymslunni nagað sig í handarbökin en gömul leikföng eru verðmætari en margur heldur.

Næst þegar farið er í gegnum geymsluna gæti verið gáfulegt að pússa upp gamla sjóræningjaskipið frá Lego eða Game Boy leikjatölvuna því þessi leikföng og fleiri gömul og góð hafa selst fyrir tugi þúsunda á Ebay.

Hér má sjá grein þar sem finna má 34 myndir af leikföngum og hvað verði þau eru að seljast á. 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Stikkorð: Ebay  • leikföng  • Gróði