*

Heilsa 1. apríl 2014

Gönguferðir í stað stjórnmálavafsturs

Þegar Einar Skúlason hætti stjórnmálaafskiptum ákvað hann að fara að ganga.

Einar Skúlason var um árabil virkur í stjórnmálum en hann segir í samtali við VB.is að hann hafi hætt þeim afskiptum og nú er hann farinn að skipuleggja gönguferðir með gönguhópnum Vesen og vergangur. 

Einar segir að göngurnar komi í staðinn fyrir stjórnmálin. Bæði stjórnmálin og gönguklúbburinn séu samfélagsmál og snúist um félagsleg samskipti. „Ég hef bara alltaf haft gaman af því að vinna í einhverju sem tengist fólki. Þetta snýst um það,“ segir Einar.

Gönguhópurinn Vesen og vergangur fer að minnsta kosti í eina göngu á viku, á þriðjudagskvöldum. Í kvöld var gengið um Heiðmörk. Annan hvorn laugardag er svo farið í lengri göngur. 

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast tölublaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.

Stikkorð: Einar Skúlason