*

Tölvur & tækni 28. apríl 2012

Google Drive kynnt til sögunnar

Google fer í samkeppni við Dropbox og kynnir til sögunnar svokallað "geymsluský" eða ókeypis geymslurými á internetinu.

Tölvufyrirtækið Google býður nú upp á ókeypis geymslurými á internetinu. Nýjungin heitir Google Drive og mun keppa við sambærilega þjónustu sem margir nýta sér þegar, til dæmis hjá Dropbox. Með notkun þessarar þjónustu er hægt að geyma myndir og önnur rafræn skjöl á einskonar „geymsluskýi“ sem eigandinn getur nálgast úr hvaða tölvu sem er. Boðið er upp á 5GB geymslupláss fólki að kostnaðarlausu. Umfram 5GB fer greiðsla vaxandi með því rými sem krafist er. Sérfræðingar segja tíma til kominn og ljóst að margir bíða spenntir eftir að sjá hvað Google býður upp á.

Stikkorð: Google  • Dropbox  • Google Drive