*

Tölvur & tækni 4. ágúst 2012

Google hreinsar til

Frá því í fyrra hefur netrisinn Google hætt með 50 mismunandi gerðir af þjónustu

Google heldur áfram að skera niður í þjónustu sem er lítið notuð. Eftir að Larry Page tók við sem forstjóri fyrirtækisins af Eric Schmidt hefur verið lögð áhersla á að bjóða eingöngu upp á þjónustur sem fólk notar reglulega.

Eftir að þessi "vorhreingerning" hófst í fyrra hefur þjónustuliðum verið fækkað um 50 talsins. Núna eru það Google Apps for Teams, Google Listen og Google Video For Business sem fá að fjúka. Ekki er langt síðan fyrirtækið hætti með iGoogle og Google Video. Þetta kom fram á vef TechCrunch.com.

Stikkorð: Google