*

Tölvur & tækni 12. september 2015

Google í harða samkeppni við Apple Pay

Android Pay þjónustan frá Google á að keppa við sambærilega þjónustu frá Apple og fleiri aðilum.

Tæknirisinn Google hefur hrint af stað greiðslukerfinu Android Pay á yfir milljón stöðum víðs vegar um Bandaríkin. Kerfið mun keppa við álíka þjónustu frá Apple, Apple Pay, á ört vaxandi markaði.

Talið er að markaðurinn fyrir greiðslur í gegnum farsíma verði 650 milljarða punda virði á árinu 2017 og eru tæknifyrirtækin að berjast um viðskiptavini. Markmiðið er að gera greiðslukort óþörf, að farsímarnir dugi til að greiða fyrir allar vörur og þjónustu.

Android Pay býður að mörgu leyti upp á sömu þjónustu og Apple Pay. Meðal fyrirtækja sem notfæra sér þjónustuna eru verslunarkeðjurnar Macy‘s og Bloomingdale‘s og skyndibitastaðurinn Subway. Kemur þessum aðilum með að fjölga á næstunni.

Google Pay mun virka með greiðslukortum frá MasterCard, Visa og American Express, en ekki er vitað hvenær boðið verður upp á þjónustuna utan Bandaríkjanna. Þess má geta að farsímaframleiðandinn Samsung kynnti til leiks sína eigin þjónustu, Samsung Pay, í Suður Kóreu í síðasta mánuði.

Stikkorð: Apple  • Google  • tækni  • peningar