
Farsímaframleiðandinn Motorola, sem er í eigu Google, hefur tilkynnt komu nýs síma sem „ávallt hlustar“. Síminn ber heitið Moto X og fylgir honum nýtt stýrikerfi sem ekki krefst snertingar og hlustar sífellt eftir leiðbeiningum.
Orðin „OK Google now ... “, eða á móðurmálinu „Allt í lagi, Google, núna ...“, munu virkja hið nýja kerfi.
Síminn verður framleiddur í Bandaríkjunum og er sá fyrsti sem Motorola framleiðir eftir að Google keypti fyrirtækið í fyrra.
Hér má umfjöllun um hinn nýja síma í þættinum Street Smart á sjónvarpsrás Bloomberg fréttaveitunnar: