*

Tölvur & tækni 25. júní 2012

Google á leið með „snjallsjónvörp“ á breskan markað

Eiga að kosta á bilinu 200 til 300 pund og fara á markað strax í næsta mánuði

Google ætlar að setja snjallsjónvörp á breskan markað nú í næsta mánuði. Um er að ræða verkefni í samstarfi við Sony, þar sem sjónvörp Sony munu notast við Android-stýrikerfi Google. Þetta kemur fram í frétt breska dagblaðsins The Guardian um málið.

Þessi ákvörðun Google kemur í kjölfarið á spám um að Apple ætlir sér inn á markað með „snjallsjónvarp“, en auk Apple hafa Samsung, Sony og LG verið talin líklega til að reyna að fóta sig á þessum markaði.

Sjónvörpin munu kosta á bilinu 200 til 300 pund (39-59 þúsund íslenskar krónur) og eiga að vera til sölu frá og með 16. júlí. Google hefur áður reynt fyrir sér með svipaða tækni í Bandaríkjunum. Þar tapaði Logitech, samstarfsaðili Google, fleiri milljónum dollara eftir að slíkt tæki hafði verið sett á markað í október 2010.

Stikkorð: Snjallsjónvarp