*

Tölvur & tækni 4. nóvember 2015

Google les og skrifar tölvupóstinn fyrir þig

Ný stöðuuppfærsla Inbox-forrits Google gerir símanum þínum kleift að skrifa svör fyrir þig sjálfkrafa.

Google hefur státað sig af því að tölvupóstforritlingur þeirra, 'Inbox', gæti nánast kallast persónulegur aðstoðarmaður notandans, og nú tekur tæknirisinn það skrefinu lengra.

Ný hugbúnaðaruppfærsla gerir forritinu kleift að lesa í póstinn þinn fyrir þig og skrifa upp svör algjörlega sjálfvirkt. Þá notast forritið við málþekkingargervigreind sem getur reiknað út meiningu á bak við orðasambönd og svarað þeim eitt síns liðs.

Forritið getur þetta vegna þess að það hefur aðgang að ótal öðrum tölvupóstsamskiptum, og getur kortlagt hvað er líklegast að henti sem besta svarið við hverjum pósti fyrir sig út frá eldri samskiptum annarra notenda.

Stikkorð: Google  • Tölvur  • Gmail  • Tækni  • Gervigreind  • Inbox