*

Bílar 22. desember 2015

Google og Ford í sæng saman

Tækni- og vefrisinn hyggst hanna sjálfakandi bifreiðar í samvinnu við bílaframleiðandann Ford.

Sagt er frá því á síðu Yahoo Autos að Google hyggist hefja samstarf við bílaframleiðandann Ford, og munu fyrirtækin starfa saman við að hanna og framleiða sjálkeyrandi snjallbíla.

Þá er sagt frá því að heimildir hermi að framkvæmdastjóri Ford muni segja frá samstarfinu á Raftækjasýningu neytenda (CES) sem er haldin hvert ár, í janúar næstkomandi.

Talsmenn Ford vildu ekki staðfesta fréttirnar. Fyrirtækið hefur þó lýst því yfir að það hyggist leggja meira fjármagn í að þróa og rannsaka sjálfakandi bifreiðar á næstunni.

Stikkorð: Google  • Bílar  • Ford  • Sjálfkeyrandi bílar  • CES 2016  • Tölvur & Tækni