*

Tölvur & tækni 10. júlí 2014

Google stofnar nýsköpunarsjóð í Evrópu

Stjórnendur Google sjá mikla möguleika í nýsköpunarumhverfi Evrópu.

Bandaríska fyrirtækið Google hefur stofnað sjóð fyrir 58 milljónir punda, eða um 11 milljarða íslenskra króna, til að fjárfesta í bestu hugmyndum evrópskra frumkvöðla. 

Bill Maris, stjórnandi hjá Google Ventures, segir í samtali við BBC að stjórnendur Google trúi því að miklir möguleikar séu í nýsköpunarumhverfi Evrópu. Höfuðstöðvar sjóðsins verða í London nálægt „kísildal" borgarinnar þar sem mörg sprotafyrirtæki eru staðsett.

Við höfum séð fjölda nýrra og hrífandi fyrirtækja spretta upp í London, París, Berlín og Norðurlöndum eins og SoundCloud, Spotify, Supercell og fleiri skrifar Maris í tilkynningu.

Talsmenn Google segja að ekki sé hægt að greina frá þvi hvaða fyrirtæki munu hlljóta styrk frá sjóðnum en líklega verða þetta tækni- og lífvísindafyrirtæki.