
Bandaríski netleitarrisinn Google svipti hulunni af sjö tommu spjaldtölvu á tækniráðstefnu fyrirtækisins í San Franscisco í dag. Það er tækniframleiðandinn Asus sem framleiðir tölvuna sem á að kosta um 199 Bandaríkjadali. Tölvan heitir Nexus 7. Þetta er sami verðmiði og netverslunin Amazon setur á Kindle Fire-tölvuna og segja tæknispekúlantar að Google-tölvan geti veitt Amazon harða samkeppni.
Nú þegar er hægt að kaupa spjaldtölvu Google í netverslunni Google Play. Hún kemur hins vegar ekki af færibandinu hjá Asus fyrr en um miðjan júlí.
Nexus-tölva Google er um margt lík Kindle Fire-tölvu Amazon en með háskerpuskjá.