*

Tölvur & tækni 28. maí 2014

Google þróar sjálfstýrandi bíl

Framkvæmdastjóri bílasviðs Google býst við sjálfstýrandi bifreiðum á götunni eftir ár.

Google hefur þróað sjálfstýrandi bíl frá grunni sem mun hafa stopp og aksturs takka en hvorki stýri, pedala né önnur stýringatæki. Fyrirtækið mun að fyrstu smíða 100 bíla. Tvö sæti verða í bílnum og í byrjun mun hámarkshraði hans vera 40 kílómetrar á klukkustund. Í þróunarferlinu munu reynsluökumennirnir geta tekið yfir stjórn sjálfir ef að upp koma vandamál, en með tímanum þegar fólk byrjar að treysta tækninni verða þannig stýringar möguleikar fjarlægðir.

Bifreiðin verður hönnuð úr mýkra efni að framan en venjulegir bílar til að vera öruggari fyrir vegfarendur og til að minnka skaða ef árekstur verður. Bifreiðin mun reiða sig á lasertækni auk myndagagna til að keyra. Kerfið mun svo nota götukort Google til að rata á milli staða. Vísindamenn eru um þessar mundir að þróa leiðir fyrir bifreiðina til að bregðast við þungri umferð á borgargötum og ætla að byggja 200 bíla til að prófa í Detroit. Chris Urmson, framkvæmdastjóri verkefnisins, sagði í viðtali við BBC búast við þessum bifreiðum á götunni eftir ár.

Stuðningsmenn tækninnar segja að þessar bifreiðir gætu ollið byltingu í  samgöngum með því að gera götur öruggari, og minnka slysatíðni og mengun. Hins vegar bendir Sven Beiker, hjá Stanford háskóla í Bandaríkjunum, á að sjálfstýrandi bílar gætu enn þurft á mannlega þáttinum að halda í neyðartilfellum og að fólk gæti gleymt því hvernig á að keyra ef þeir gera það ekki venjulega. Aðrir vísindamenn hafa bent á að þessar bifreiðar gætu gert umferð verri  ef fólk er tilbúið til  að aka lengri vegalengdir milli heimilis og vinnustaðar í ljósi þess að það þurfi ekki að keyra sjálft.

Stikkorð: Google  • Bílar