*

Veiði 24. desember 2013

Gott sumar í Langá

Alls veiddust 2.815 laxar í Langá í sumar, sem er önnur mesta veiðin í ánni frá upphafi.

Veiðin í Langá í sumar var frábær, alls veiddust 2.815 laxar sem er önnur mesta veiðin í ánni frá upphafi. Í frétt á vefsíðu SVFR segir að horfur fyrir næsta ár séu jafnframt góðar en mælingar vísindamanna á seiðabúskap Langár sýni að lífríki árinnar sé í miklum blóma og laxinn hafi komið mun feitari og pattaralegri í ána í sumar heldur en í fyrra.

Vonir veiðimanna standa því til að veiðin í Langá verði áfram góð en mesta veiðin í Langá var sumarið 2008 þegar veiddust 2.970 laxar í ánni.

Stikkorð: Langá  • Stangaveiði