*

Tölvur & tækni 11. janúar 2013

Gott tæki fyrir þá sem gleyma

Mörg hagnýt tæki er hægt að finna á CES tækjasýningunni, Stick-n-Find er meðal þeirra.

Stick-n-Find er mjög hentug lítil vara - þá sérstaklega fyrir þá sem eiga það til að gleyma hvar þeir lögðu síðast frá sér veskið eða bíllyklana. Tækið Stick-n-Find var ásamt mörgum öðrum hagnýtum tækjum kynnt á CES-tækjaráðstefninunni í Las Vegas í Bandaríkjunum í vikunni.

Græjan er aðeins minni um sig en tíkall og má festa hana á hina ýmsu hluti sem meðaljónin eru gjarn á að týna. Ef t.d. Stick-n-Find er sett á veskið eða bíllyklana getur sá sem saknar þeirra opnað samnefnt smáforrit í símanum og látið það Stick-n-Find blikka eða gefa frá sér ljós. Ef það virkar má finna Stick-n-Find á radar í símanum. 

Margir hugsa eflaust strax um hversu lengi batteríið endist á tækinu en samkvæmt framleiðendanum á batteríið að endast í allt að eitt ár.

Tækið hefur fengið býsna góð viðbrögð og hafa framleiðendurnir ákveðið að bjóða upp á Stick-n-Find í mismunandi litum og bæta við þeirri nýjung að tækið geti mælt hita. Þú myndir sem sagt geta séð hvort þú týndir hlutnum úti eða inni, miðað við hitastig.

Hér má sjá myndband af því hvernig Stick-n-Find virkar

Stikkorð: Stick-n-Find