*

Sport & peningar 5. desember 2019

GR á góðu skori

Hagnaður Golfklúbbs Reykjavíkur jókst um 26 milljónir króna árið 2019. Eigið fé klúbbsins nemur ríflega 1,1 milljarði.

Golfklúbbur Reykjavíkur hagnaðist um 104 milljónir króna á reikningsárinu 2019 sem lauk í lok og jókst um 26 milljónir króna frá fyrra ári. Afkoman var 39 milljónum yfir áætlunum klúbbsins sem gerðu ráð fyrir 65 milljóna hagnaði á árinu. Þetta kemur fram í ársreikningi klúbbsins en aðalfundur hans mun fara fram á Korpúlfsstöðum klukkan 20 í kvöld. 

Tekjur námu 512 milljónum króna og jukust um 54 milljónir á milli ára. Stærstur hluti af tekjum klúbbsins koma frá félagsgjöldum en þau námu 320 milljónum króna og jukust um 33 milljónir á milli ára. Þá námu tekjur af æfingasvæðinu Básum 56 milljónum króna og jukust um 12 milljónir á meðan rekstrarkostnaður Bása jókst einungis um 3 milljónir. 

Stærstu kostnaðarliðir klúbbsins fyrir utan stjórnunarkostnað er rekstur tveggja golfvalla hans í Grafarholti og á Korpúlfsstöðum. Rekstrarkostnaður Korpúlfsstaðavallar nam 85 milljónum og lækkaði um 2 milljónir milli ára á meðan rekstarkostnaður Grafarholtsvallar nam 85 milljónum og jókst um 6 milljónir milli ára sem skýrist þó líklega af því að Íslandsmótið í golfi fór fram á vellinum í sumar. 

Eignir GR námu 1.142 milljónum króna í lok október og jukust um 112 milljónir milli ára. Eigið fé nam 1.113 milljónum króna en eiginfjárhlutfall var 97,4% í lok reikningsársins. 

Stikkorð: Reykjavíkur  • Golfklúbbur