*

Tölvur & tækni 2. janúar 2013

Græjur ársins 2013

Í áramótablaði Viðskiptablaðsins var farið yfir tíu spennandi græjur og hér verður stiklað á þremur þeirra.

Þrátt fyrir allar kreppur er tækjadellan söm við sig og tækniþróunin óstöðvandi. Raunar má segja að framleiðsla hátækniapparata sé eina framleiðslugrein heims, sem virðist kreppuheld. Ekki þó þannig að í þeim geira séu allir óhultir, það er öðru nær og samkeppnin gríðarlega hörð. Í áramótablaði Viðskiptablaðsins var farið yfir tíu spennandi græjur og hér verður stiklað á þremur þeirra.

Griffin PowerJolt


Einn helsti gallinn við vora vitskertu veröld er að þau tæki, sem við byggjum tilveru okkar helst á, er sífellt að þrjóta rafmagn. Þetta einfalda millistykki tekur 12v straum úr bílnum og dælir USB tengi, sem flest nýleg tæki geta notað til rafhleðslu.

Griffin býr til fullt af áreiðanlegum aukatækjum og snúrum fleirum.

 

 

Clocky


Hver kannast ekki við að hafa vaknað við vekjaraklukkuna, slökkt á henni til að framlengja lúrinn aðeins og sofa svo glæsilega yfir sig? Með vekjaraklukkunni Clocky er sá vandi úr sögunni, því þú þarft að fara á fætur og spretta úar spori til þess að slökkva á henni.

 

 

BMW C evolution


Þetta er kannski ekki BMW-hjólið sem þig dreymdi um í æsku, en miðað við stjórnarfarið, olíuverð og gjaldeyrishöft verður skynsemin að ráða. Þetta rafnmagnsvélhjól er nefnilega knúið innlendum orkugjafa, hreinum úr íslenskum fjallasölum og uppistöðulónum. Það er fullhlaðið úr venjulegri innstungu á innan við þremur tímum, kemst um 100 km á hleðslunni og hámarkshraðinn er um 120 km/klst.

Stikkorð: Græjur ársins