*

Heilsa 18. janúar 2014

Græna dýrðin vinsæl í janúar

Anna Svava Traustadóttir í Heilsuhúsinu segir alla komast í einhvern annan gír í byrjun árs.

„Það er eins og allir fari bara í einhvern gír í janúar eftir jólin,“ segir Anna Svava Traustadóttir, verslunarstjóri Heilsuhússins, um aðsókn í búðir Heilsuhússins í janúar. Hún segir marga sem koma í búðina tala um bjúg og önnur óþægindi eftir jólamatinn en þær í Heilsuhúsinu kunna nokkur ráð við slíku.

„Grænir djúsar eru svakalega vinsælir og þá sérstaklega einn sem heitir Græna dýrðin en í honum er agúrka, paprika, hveitigras, epli, lime og engifer. Engifer er reyndar mjög vinsæll allan ársins hring.“

Anna Svava segir fólk einnig leita mikið í detox te og detox blöndur. „Fólk vill byggja sig upp í janúar og það spáir líka í d-vítamínið enda erum við bara rétt rúmlega hálfnuð með skammdegið,“ segir Anna Svava.