*

Menning & listir 29. maí 2012

Grafhvelfing Elvis Presley er til sölu

Jarðneskar leyfar Rokkkóngsins voru lagðar til hvílu í grafhvelfingunni og voru þar í tvo mánuði eftir andlát hans.

Aðdáendur Elvis Presley sem komnir eru á efri árin, eða vilja einfaldlega skipuleggja sig langt fram í tímann, geta nú fest kaup á grafhvelfingu, sem hýsti jarðneskar leyfar rokkkóngsins um tveggja mánaða skeið, eða þar til þær voru fluttar í grafreit á heimili hans í Graceland í Memphis borg. Kaupandinn fær leyfi til að opna hvelfinguna og láta það vera síðasta dvalarstað sinn eða ástvinar.

Um miðjan næsta mánuð mun grafhvelfingin fara undir hamarinn hjá uppboðshaldaranum Julien's Auctions í Beverly Hills í Kalíforníu. Fyrsta boð í hvelfinguna verður um 100.000 krónur, eða tæpar þrettán milljónir króna. Ekkert hefur verið gefið upp um væntanlegt lokaverð þó.

Stikkorð: Uppboð  • Elvis Presley