*

Tíska og hönnun 14. mars 2013

Grár glæsileiki til sölu í San Francisco

Til sölu er fallegt og stórglæsilegt hús með útsýni í allar áttir, rósagarð og sundlaug.

Afar fallegt hús er til sölu á Golden Gate Avenue. Húsið er með einstakt útsýni yfir San Francisco, Golden Gate brúna og Tamalpais fjallið.

Húsið er 930 fermetrar og er hannað með útsýni í huga en úr flestum herbergjum er fallegt útsýni. Úr stofunni er gengið út á stóra verönd þar sem útsýnið er í 180 gráður. Borðstofan er með glerveggjum, viðarpanell er á bókaherberginu og sér íbúð er yfir bílskúrnum. Í húsinu eru að auki fimm svefnherbergi og níu baðherbergi.

Í garðinum er einstaklega fallegur rósagarður og sundlaug. Fólk sem elskar steingráan lit og annan elegans ætti að hafa þessa eign í huga. Hún kostar 2,5 milljarða króna. Nánari upplýsingar um eignina má finna hér.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Stikkorð: Fasteignir  • San Francisco