*

Hitt og þetta 5. febrúar 2020

Greiddi milljónir í stöðumælasektir

Verktakar við húsnæði Jeff Bezos í Washington virðast hafa gert í því að virða ekki reglur um stöðubrot.

Ríkasti maður heims, Jeff Bezos, stofnandi og forstjóri Amazon, greiddi alls 16.840 dollara, um 2,1 milljón íslenskra króna, í stöðumælasektir og sekta vegna annarra stöðubrota vegna framkvæmda við heimili, öllu heldur höll, hans í Washington borg. Þetta kemur fram í frétt The Verge

Sektirnar vegna stöðubrotanna komu að mestu leyti til vegna þess að verktakarnir höfðu ítrekað hunsað skilti sem sýndu að bannað væri að leggja auk þess að leggja í einkastæði, við gangbrautir og á gangstéttir og hjólastíga. Sektirnar ná yfir býsna langt tímabil eða frá október 2016 til október 2019.

Eignina sem um ræðir keypti Bezos fyrir um 23 milljónir dollara árið 2016 og hefur lagt um 12 milljónir til viðbótar í að breyta henni úr vefnaðarsafni yfir í íbúðarhúsnæði. 

Stikkorð: Bezos  • Jeff