*

Tölvur & tækni 11. maí 2012

Greitt fyrir athygli á Facebook

Mögulega munu notendur Facebook geta greitt fyrir að vekja athygli á aðgerðum sínum á samskiptavefnum. Prófað í Nýja-Sjálandi.

Mögulegt er að notendur Facebook muni á næstunni geta greitt fyrir að vekja athygli á aðgerðum sínum á samskiptavefnum vinsæla.

Nýjungin er nú prófuð hjá Facebook notendum í Nýja-Sjálandi. Talsmaður Facebook staðfestir þetta á fréttavef breska ríkisútvarpsins BBC. Þar er jafnframt haft eftir honum að Facebook noti þessa aðferð gjarnan til að prófa nýjungar, þ.e. að gera slíkar aðeins aðgengilegar notendum í einu landi og fylgjast með viðbrögðunum.

Nýjungin virkar þannig að notendur geta greitt lága upphæð til að tryggja að þær upplýsingar sem þeir birta á Facebook, t.d. fréttir eða greinar sem þeir deila, verði sérstaklega áberandi hjá „Facebook vinum“ þeirra.

Stikkorð: Facebook