*

Matur og vín 21. apríl 2013

Grillið á Hótel Sögu opnar eftir endurbætur - Myndir

Veitingastaðurinn Grillið á Hótel Sögu opnaði á föstudaginn eftir miklar endurbætur þar sem 50 ára saga staðarins var höfð að leiðarljósi.

Grillið á efstu hæð Hótel Sögu á að baki 50 ára farsælan feril sem eitt af bestu veitingahúsum landsins. Aðalsmerkin hafa alla tíð verið fagmennska í mat og drykk og hið óviðjafnanlega útsýni.

Veitingastaðurinn Grillið á Hótel Sögu opnaði formlega á föstudaginn eftir gagngerar endurbætur á húsnæði og salarkynnum veitingastaðarins sem hófust strax eftir áramót.

Það voru þau Leifur Welding og Berglind Berndsen innanhússarkitekt sem önnuðust hönnun á framkvæmdinni. Í tilkynningu frá Hótel Sögu kemur fram að unnið hafi veri að því að fara áratugi aftur í tímann og leita upprunans í hönnun sem var stórglæsileg þegar hótelið var reist á sínum tíma.

Hér á síðunni má sjá myndir sem teknar voru við opnunina á föstudag.

Ingibjörg Ólafsdóttir, hótelstjóri Hótel Sögu, Jakob Már Harðarson, veitingastjóri í Grillinu, Sigurður Helgason, yfirmatreiðslumeistari í Grillinu og innanhúsarkitektarnir og hönnuðir á nýju útliti Grillsins þau Leifur Welding og Berglind Berndsen.

Matreiðslumenn að störfum í Grillinu á Hótel Sögu.

Barinn á Grillinu, sem eitt sinn hét Astra Bar, fékk sitt upprunalega útlit.

Barinn og gangurinn fengu nýtt útlit. Gestir staðarins fá að upplifa sögu hótelsins með eigin augum en á veggnum hanga gamlar og upprunalegar ljósmyndir sem segja söguna eins og hún var. 

Grillið hét upphaflega Stjörnusalur, enda má finna stjörnuerkin í loftinu. 

Bræðurnir Óskar og Ómar Guðjónssynir léku fyrir gesti.

Ingibjörg Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Hótel Sögu, og Valgerður Ómarsdóttir, sölu- og markaðsstjóri Hótel Sögu.

Jakob Már Harðarson, veitingastjóri í Grillinu á Hótel Sögu, skenkir kampavíni.

Ingibjörg Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Hótel Sögu tekur hér á móti Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins.

Nýtt og glæsilegt vínherbergi má nú finna á Grillinu.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Stikkorð: Hótel Saga  • Grillið
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is