*

Matur og vín 8. júlí 2017

Grillveisla sem gleður bragðlaukana

Sumarið er tíminn til að grilla í öll mál og gera vel við sig með ferskum og fallegum mat og drykk.

Kolbrún P. Helgadóttir

Eftir vinnu leitaði til matreiðslumeistarans og ævintýramannsins Völundar Snæs Völundarsonar eftir grilluppskriftum með alíslenskum og sumarlegum mat sem gaman er að bera fram fyrir góða gesti.

HEILGRILLAÐUR SILUNGUR MEÐ KÚRBÍT OG EPLASALATI

1 heill silungur
2 timian stilkar
100 g smjör
½ sítróna
3 msk. ólífuolía
2 msk. eplaedik
safi úr ½ sítrónu
grófmalaður pipar
3 tsk. maldon salt
5 stuttir grillpinnar
1 kúrbítur

Silungur hreinsaður og þerraður vel, smjöri, timiani og sítrónu komið fyrir inni í silungnum og lokað fyrir með grillpinnum. Grillað í 7-8 mínútur á hvorri hlið og penslað reglulega með ólífuolíu og eplaediki. Skerið kúrbítinn í 1 cm þykkar sneiðar, penslið með ólífuolíu og grillið í 1-2 mínútur á hvorri hlið.

 

Sjá má fleiri uppskriftir í nýjasta tölublaði Eftir vinnu, fylgiriti Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast eintak af blaðinu á pdf formi með því að smella á hlekkinn Tölublöð.