*

Menning & listir 7. september 2013

Grimmd í prentun

Stefán Máni gefur út nýja bók.

„Þetta er bók um vonda karlmenn og örvæntingafulla móður,“ segir Stefán Máni rithöfundur um nýjustu skáldsögu sína, Grimmd, sem fór í prentsmiðju á dögunum. Stefán Máni segir bókina byggða á sönnum atburðum en hún fjallar um föður sem rænir mánaðargömlu barni sínu og hvernig kerfið bregst móðurinni algjörlega. Grimmd er þrettánda skáldsaga Stefáns Mána. 

„Þetta er alltaf stressandi. Bæði vill maður að þetta sé allt eins og það á að vera, gallalaust, og síðan eru það viðtökurnar, maður veit aldrei hvernig þær verða. Maður er því aldrei rólegur og það er allt í húfi. Þetta er svona gott vont, stressandi en þetta heldur manni á tánum,“ segir Stefán Máni og segist vera með önnur verkefni í gangi en þau séu þó á frumstigi.

Stikkorð: Stefán Máni