*

Tíska og hönnun 31. júlí 2018

Gucci eftirsóttasta tískuvörumerkið

Samkvæmt samantekt yfir eftirsóttustu tískuvörumerki í heiminum í dag trónir Gucci á toppnum.

Tímaritið Business Insider tekur ársfjórðungslega saman lista yfir eftirsóttustu tískuvörumerki í heiminum. Á nýútgefnum lista trónir Gucci á toppnum. Listinn er eftirfarandi:

10. Prada 

Í tíunda sæti á listanum er tískuvörumerkið Prada en undir merkinu eru seldir skór, sólgleraugu og handtöskur. Prada er tískuvörukeðja með lúxusvörur og var hún stofnuð árið 1913 af hönnuðinum Mario Prada. Fyrirtækið er metið á 12,21 milljarða bandaríkjadali. 

9. Nike

Íþróttavöruframleiðandinn Nike er eina merkið á listanum sem sérhæfir sig í íþróttafatnaði. Hlutabréf í Nike hafa aldrei verið hærri í kjölfar þess að sala á vörum fyrirtækisins í Norður Ameríku hefur rokið upp.

Jessica Ramirez, greinandi á smásölumarkaði hjá greiningarfyrirtækinu Jane Hali & Associates sagði fréttaveitunni Reuters í júní að vörumerkið sé sífellt að festa sig meira í sessi. 

Markaðsvirði Nike er 75,96 milljarðar bandaríkjadalir.

8. Fendi 

Fendi er ítalskur lúxusvöruframleiðandi sem framleiðir leðurvörur, töskur, fylgihluti og skó. Merkið hefur stokkið upp um fimm sæti frá síðustu samantekt.

Fyrirtækið var stofnað árið 1925 af þeim Adele og Edoardo Fendi og hefur notið mikilla vinsælda um allan heim.

7. Versace

Töskuframleiðandinn Versace er hástökkvari listans en hann hefur rokið upp um 21 sæti frá síðustu samantekt. Mekrið fékk talsverða auglýsingu í glæpa þáttunum Aftaka Gianni Varsace: Amerísk glæpasaga (e. The Assassination og Gianni Versace: American Crime Story) og að mati þeirra sem tóku listann saman er það helsta ástæðan fyrir söluaukningu fyrirtækisins.

6. Vetements

Það er vel þekkt að áhrifavaldar geti aukið eða minnkað vinsældir vörumerkis til muna. Vinsældir fatamerkisins Vetements minnkuðu eftir að raunveruleikastjarnan og áhrifavaldurinn Kim Kardashian klæddist víðri Vetements dragt er hún hitti forseta Bandaríkjanna, Donald Trump, á fundi í maí. Vetements hefur lækkað um þrjú sæti frá því í síðustu samantekt. 

5. Dolce & Gabbana

Ítalska tískuvörumerkið hélt á dögunum íburðamikla tískusýningu með drónum í Saudi Arabíu og vakti hún mikla athygli. Merkið hoppar upp um þrjú sæti frá síðustu samantekt. Það voru þó ekki allir sáttir með það að drónar væru notaðir í þessum tilgangi en tímaritið GQ sagði að tæknin ætti að halda sig við sitt og ekki koma nálægt fyrirsætubransanum. 

4. Givenchy

Hertogaynjan og fyrrverandi leikonan í Suits giftist Harry bretaprins nú á dögunum og skartaði kjól sem hannaður var af Claire Waight Keller, tískustjóra Givenchy. Þess má geta að hönnuðurinn fékk hæstu þóknun sem greidd hefur verið árið 2018 fyrir framlag sitt. Brúðkaupið vakti talsverða athygli en um 29 milljón manns fylgdust með viðburðinum.  Givenchy reis um tvö sæti frá síðustu samantekt.

3. Balenciaga

Á þessu ári setti fyrirtækið skó á markað og fólk í tískuheiminum sammældist um það að umræddir skór væru ljótir. Var það ltil þess að fyrirtækið datt niður um eitt sæti frá síðasta lista. 

2. Off-White

Off-White var stofnað árið 2012 á ítalíu og sérhæfir fyrirtækið sig í lúxusvöru götuklæðnaði. Fyrirtækið hoppaði upp um tvösæti frá síðasta lista.

1. Gucci

Hið geysivinsæla tískuvörumerki Gucci trónir á toppnum yfir eftirsóttustu tískuvörumerki í heimi. Lúxusvörumerkið hefur notið vaxandi vinsælda meðal þúsaldarkynslóðarinnar og unglinga. 

Gucci var stofnað árið 1921 og höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í Flórens á Ítalíu.