*

Tíska og hönnun 22. mars 2019

Gucci selur óhreina skó á 100 þúsund

Sérstaklega óhreinkaðir strigaskór frá tískuvörumerkinu Gucci, seldir á 870 Bandaríkjadali, vekja athygli samfélagsmiðla.

Tískuvörumerkið Gucci selur strigaskó, sem hafa verið óhreinkaðir viljandi, á 870 dali, eða sem nemur 103 þúsund íslenskum krónum.

Eins og gefur að skilja hefur verið mikil umræða á samfélagsmiðlum um nýju vöru frá tískuvörumerkinu Gucci, en þeim er ætlað að líta út eins og hlaupið hafi verið í gegnum nokkra malarvegi á þeim. Karlmannsstrigaskórnir verða í boði í þremur mismunandi gerðum, en verða allir með einkennandi græna og rauða rönd sem er hefðbundin hjá fyrirtækinu.

Lýsir Gucci á heimasíðu sinni skónum sem „innblásnum af klassískum íþróttaskóm frá áttunda áratugnum,“ að því er ABC news segir frá. Koma skórnir til viðbótar við fleiri allsérstæða íþróttaskó sem nú eru á markaðnum, þar með talið svokallaða Avocado toast eða lárperuristaðbrauðsskó frá vörumerkinu Saucony.

Hér má sjá nokkur ummæli notenda samfélagsmiðla um nýju skóna frá Gucci:

 

 

 

 

 

Stikkorð: Gucci  • strigaskór  • Sucony