*

Ferðalög & útivist 23. mars 2013

Guðný: Hengirúm og pelíkanar í Flórída

Guðný Helga Herbertsdóttir hjá Íslandsbanka segir besta fríið hafa verið þegar hún fór til Miami og Key West.

„Flórída getur sameinað svo margt sem einkennir gott frí – afslöppun í sólinni, golf og að borða góðan mat en úrvalið í matvörubúðum þar er nær óendanlegt,“ segir Guðný Helga Herbertsdóttir, upplýsingafulltrúi Íslandsbanka, spurð út í eftirminnilegustu ferðina sem hún hefur farið í.

Hún segir Miami og Key West á austurströnd Bandaríkjanna paradís á jörðu.

Við förum eiginlega aldrei út að borða heldur eldum alltaf heima og sitjum við sundlaugina í algjörri afslöppun. Fyrir tveimur árum brutum við ferðina aðeins upp og keyrðum niður til Miami og þaðan niður til Key West. Það er algjör paradís á jörðu, svolítið hippalegur og litríkur bær bæði hvað varðar mannlíf og byggingar. Dæmigerðum degi þar var eytt í hengirúmi niðri á strönd þar sem maður fylgdist með pelíkönum stinga sér í sjóinn. Þetta er eitt besta frí sem ég hef farið í og get hiklaust mælt með því. Passið bara upp á að félagsskapurinn sé góður – það skiptir jú öllu máli til að gera gott frí að frábæru fríi,“ segir hún.