*

Tölvur & tækni 19. júní 2012

GuitarParty.com opnar í Bandaríkjunum

Vefurinn gefur þeim sem vilja spila vinsælustu lögin hér og vestanhafs færi á að slá um sig í partýum

Íslenski sönglagavefurinn GuitarParty.com kynnti á dögunum opnun vefsins fyrir Bandarískum notendum. GuitarParty.com bíður notendum upp á safn af íslenskum og erlendum lögum og hefur verið starfæktur á íslenskum markaði síðan 2008. Hingað til hefur hann eingöngu þjónustað íslenska notendur, en fetar nú í fótspor annarra íslenskra sprotafyrirtækja eins og Mobilitus, Clara og Datamarket og hefur undirbúning opnunar á sölu- og markaðsskrifstofu í Bandaríkjunum.

Aðspurður hafði Kjartan Sverrisson, framkvæmdastjóri Guitar Party hafði þetta að segja um opnunina: "Stækkun á erlendri grundu er lykilatriði fyrir afkomu fyrirtækis eins og okkar. Bandaríkin telja um 350 milljón íbúa og ætla má að a.m.k. 20 milljón þeirra falli undir markhópinn sem við viljum tala við, það er því eftir miklu að slægjast. ”

Stikkorð: GuitarParty.com