*

Matur og vín 8. júní 2014

Gullát fyrir almenning

Framleiðendur Doritos reyna að lokka fólk með gullflögum.

Framleiðendur Doritos hafa brugðið á það ráð að reyna að efla sölu á snakki fyrirtækisins með því að lokka fólk með gullflögum. Yfir 3.000 gullflögur verða verðlaun í Doritos Jacked Bold Mystery Flavor flögunum. 

Þeir sem fá vinningsmiða í slíkum poka geta hringt inn og fá þá senda gullflögu. Því miður fyrir gullþyrsta þá eru flögurnar ekki ætlaðar til manneldis. Tveir munu fá 24 karata gullflögu sem er virði um 3.000 dollara eða um 340 þúsund íslenskra króna.

Stikkorð: Doritos