*

Tíska og hönnun 8. nóvember 2013

Gullfallegt hús á einum vinsælasta ferðamannastað í Evrópu

Fullkomið sumarhús sem stendur við frönsku Rivíeruna en er rétt við landamæri Ítalíu er nú til sölu fyrir ekki nema rúman milljarð króna.

Á frönsku Rivíerunni stendur snoturt einbýlishús á aldeilis huggulegum stað.

Húsið er á tveimur hæðum og er 300 fermetrar. Í því eru fimm svefnherbergi og fjögur baðherbergi auk stofu og borðstofu með fallegu útsýni. Á neðri hæðinni er gengið beint út á stóra verönd. Þar er sundlaug og dýrðlegt útsýni yfir Miðjarðarhafið.

Eignin stendur nálægt ítölsku landamærunum svo það er stutt yfir í ítölsku Rivíeruna sem þykir ekki síðri en sú franska. Spölkorn frá húsinu er einnig bærinn Menton. Í Menton eru fallegar búðir, góðir veitingastaðir og skemmtileg stemning allan ársins hring en það besta við bæinn er að hann er ekki yfirfullur af ferðamönnum eins og til dæmis Nice eða Mónakó.

Húsið góða kostar 6,9 milljónir evra eða 1,1 milljarð króna. Það er dágott verð fyrir fermetrann.